Hjalteyri

Apt. Hótel Hjalteyri stendur á hæðinni fyrir ofan þorpið Hjalteyri í 2 km fjarlægð. Á 20. öld var Hjalteyri eitt af líflegustu sjávarþorpum landsins með stóra síldarverksmiðju en í dag er það friðsælt þorp þar sem gaman er að ganga um, fara í fjöruferð, heimsækja listamenn í verksmiðjunni (www.verksmidjan.is) eða slappa af í heita pottinum sem er niðri við sjó

Akureyri er aðeins 20 km í burtu (17.000 íbúar) með fjölbreytta veitingastaði, verslun og afþreyingu. Stutt frá eru einnig Dalvík, Ólafsfjörður, Siglufjörður, Hofsós, Sauðárkrókur, Húsavík og Mývatn.

Hjalteyri village winter

Kids and the old herring factory